138. löggjafarþing — 153. fundur,  8. sept. 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[11:17]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það frumvarp sem hér er lagt fyrir byggir á hugmyndum sem hafa komið fram hjá öllum stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi nema einum. Margar af þeim breytingum sem þar er að finna hafa verið ræddar og samþykktar á flokksþingum stjórnmálaflokka, bæði innan stjórnarandstöðunnar og stjórnarliðsins. Það liggur fyrir að það er gerð krafa á Alþingi í dag að reyna að hagræða í ríkisrekstri (Gripið fram í.) (GÞÞ: Það er ekkert verið að því.) og spara fé. Það hefur komið skýrt fram að t.d. stofnun velferðarráðuneytis mun hafa í för með sér umtalsverðan sparnað. (GÞÞ: Hvar?)

Líka er ljóst að það að sameina þessi ráðuneyti í stærri einingar gerir mögulegt að sameina margar undirstofnanir og spara þannig. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa fylgt þeirri stefnu að stofna innanríkisráðuneyti. Það liggur alveg ljóst fyrir. (Gripið fram í.)

Undirbúningur þessa frumvarps var töluvert betri og viðameiri heldur en undirbúningurinn að því að (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytin. Vinnubrögðin voru sótt í smiðju hjá Sjálfstæðisflokknum (Forseti hringir.) og ég held að þau hafi bara verið góð. [Hlátur í þingsal.]