138. löggjafarþing — 153. fundur,  8. sept. 2010.

útlendingar.

507. mál
[12:51]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs vegna þess að í nefndarálitunum þar sem fjallað er um mikilvæg og viðkvæm mál kemur fram að ég hefði ekki verið viðstödd afgreiðslu málsins. Ég hefði gjarnan viljað vera viðstödd og skrifa undir nefndarálitin. Það er nauðsynlegt að löggjöf okkar sé samræmd annarri löggjöf eins og hér er verið að gera. Auk þess felast í þessu réttarbætur fyrir flóttamenn og hælisleitendur hér á landi. Þetta verður vonandi til þess að mál þeirra fái öruggari og betri afgreiðslu en unnt hefur verið að veita hingað til sökum þröngrar löggjafar á þessu sviði.