138. löggjafarþing — 153. fundur,  8. sept. 2010.

iðnaðarmálagjald.

661. mál
[14:06]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við sjálfstæðismenn styðjum þetta mál. Við vorum með á greinargerð um málið með fyrirvara en fyrirvari okkar lýtur að því að við hefðum viljað að iðnaðarmálagjald væri ekki innheimt á þessu ári. Dómurinn fjallaði um ráðstöfun gjaldsins, að því væri ráðstafað beint til Samtaka iðnaðarins. En það er ótvírætt að með því að ráðstafa gjaldinu í ríkissjóð og ríkissjóður ráðstafi því síðan í einhverja hluti hefur verið komið til móts við dóminn. Ég fagna því að þessi lög séu numin úr gildi þrátt fyrir þá annmarka að afnám gjaldsins gildi ekki um þetta ár.