138. löggjafarþing — 153. fundur,  8. sept. 2010.

útlendingar.

507. mál
[14:10]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mig langar að taka til máls um þessa atkvæðagreiðslu. Hér er um að ræða mjög gott mál sem allsherjarnefnd hefur unnið af mikilli alúð og vandvirkni. Ég fagna þessu máli og þakka fyrir að hafa sem áheyrnarfulltrúi í allsherjarnefnd fengið að taka þátt í vinnu við það.

Ég vil einnig þakka sérstaklega framgöngu formanns allsherjarnefndar, Róberts Marshalls, og Merði Árnasyni fyrir þá miklu vinnu sem þeir lögðu í þetta mál, sérstaklega hv. þm. Mörður Árnason, en hann er mikill sérfræðingur í þessum málaflokki og framlag hans var mjög mikilvægt. Nefndin náði að láta mannúðarsjónarmið stjórna ferðinni að langmestu leyti í þessu máli. (MÁ: Ekki að öllu leyti?) — Ekki að öllu leyti, ég hefði viljað ganga lengra, hv. þingmaður. En þetta er til mikilla bóta, þetta mál er rós í hnappagatið fyrir Alþingi og fyrir Ísland og við megum öll vera stolt af því. (BirgJ: Heyr, heyr.)