138. löggjafarþing — 154. fundur,  9. sept. 2010.

auglýsingaskilti utan þéttbýlis.

[10:51]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Frú forseti. Staðreyndin er sú að nú stendur yfir gagnger endurskoðun á náttúruverndarlögum og öllu lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi, en þetta álit umboðsmanns gefur okkur ákveðnar vísbendingar um það að núgildandi lög séu í raun og veru með sterkari valdheimildir en við höfum viljað vera láta hingað til. Má þá kannski sérstaklega vísa í 37. gr. sem hefur sérstaklega verið talin of veik og fleiri greinar sem heyra þá væntanlega undir þetta álit umboðsmanns Alþingis.