138. löggjafarþing — 156. fundur,  9. sept. 2010.

umfjöllun fjárlaganefndar og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar um skýrslur Ríkisendurskoðunar.

[16:58]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að með bréfi, dags. 6. sept. 2010, hefur forseti óskað eftir því við fjárlaganefnd að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar um athugun á framlögum jöfnunarsjóðs til rekstrar grunnskóla á Álftanesi og skýrslu um athugun á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Álftaness.

Einnig hefur forseti með bréfi, dags. 7. sept. 2010, óskað eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörusamninga í samræmi við reglur um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar.

Forseti vill jafnframt tilkynna að borist hefur fyrri skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í samræmi við 24. gr. laga um Seðlabanka Íslands.