138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[11:28]
Horfa

Frsm. þingmn. um skýrslu RNA (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég gleymdi að þakka þakkir hv. þm. Bjarna Benediktssonar og hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. (Forseti hringir.)

Ég er aftur kominn í þá stöðu að þurfa að ræða atriði sem eru erfið og ítarleg. Það varð niðurstaða mín í nefndinni að við kæmumst ekki lengra með þetta. Málið er ekki þar með dautt. Það er athyglisvert að heyra hv. þm. Bjarna Benediktsson leggja upp að málið gæti vissulega komið til skoðunar og að við fyndum þá fleti á einkavæðingunni sem þyrfti hugsanlega að kafa betur til botns í. Til þess gafst nefndinni hreinlega ekki tími, til þess hefði þurft að fara mjög nákvæmlega í öll skjöl Ríkisendurskoðunar sem þó liggja fyrir í þessu máli. Á þessu er ítarlega tekið í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Við þurfum kannski að finna þau atriði sem rannsóknarnefndin (Forseti hringir.) og Ríkisendurskoðun gera ekki full skil og taka svo ákvörðun.