138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[11:35]
Horfa

Frsm. þingmn. um skýrslu RNA (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er kannski ef maður horfir á þetta vítt virtist engin stofnun í þjóðfélaginu hafa heildaryfirsýn yfir kerfisáhættu og slíkt, og við leggjum til að slíkri stofnun verði komið á fót. Hún var til í eina tíð undir nafninu Þjóðhagsstofnun. Það virtist ekki heldur vera flæði milli eftirlitsstofnana um upplýsingar. Það fór ekki fram — og einhver sagði það alvarlegasta þáttinn í þessu — heildargreining á ástandinu.

Það þarf ekki annað en lesa skýrslu rannsóknarnefndarinnar um þessa örlagaríku Glitnishelgi til að leita skýringa þar. Það skorti greiningu og mat, það skorti faglegan grundvöll til að taka þessa ákvörðun.