138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[12:33]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir greinargóð og skýr svör því að þetta erum við þingmenn allir sammála um en framkvæmdarvaldið sem nú starfar virðist því miður ekki vera á sama máli. Eins og þingmaðurinn kom inn á, hef ég lagt fram frumvarp um lagaskrifstofu Alþingis. Þegar það frumvarp kom til umfjöllunar í allsherjarnefnd var forsætisráðuneytið búið að skila inn umsögn við frumvarpið þar sem segir orðrétt, með leyfi forseta:

„Ekki er vænlegt að þróa tvær aðskildar lagaskrifstofur annars vegar á vegum Stjórnarráðs Íslands og hins vegar hjá Alþingi með áþekkt hlutverk. Með því væri hætta á ósamræmi, tvíverknaði og bágri nýtingu sérþekkingar.“ [Hlátur í þingsal.]

Frú forseti. Þarna lýsir forsætisráðuneytið því yfir að það ætli ekki að sleppa tökum á löggjafanum með þeim hætti að Alþingi sjálft eigi að setja lögin. Ef hv. þingmaður vill aðeins fara (Forseti hringir.) yfir þetta.