138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[12:38]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið, þetta er svo stuttur tími.

Ég sakna svolítið umfjöllunar um þetta atriði í skýrslunni, þ.e. þegar kemur að því að rannsaka alþingismenn og Alþingi sjálft, með hvaða hætti er hægt að gera það öðruvísi en þessi þingnefnd gerði? Vegna þess að þetta eru mjög viðkvæm atriði og þau snerta manns eigin félaga. Gæti hv. þingmaður hugsað sér fyrirkomulagið hvað þetta varðar með öðrum hætti? Og þá með hvaða hætti væri hugsanlega hægt að fara yfir þessi mál?