138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[14:26]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið.

Það ratar þar inn þar sem við fjöllum um tvennt, annars vegar þau mistök sem gerð voru þegar allir stjórnmálaflokkarnir lofuðu skattalækkunum á krítískum tíma í þjóðarbúsrekstri okkar þegar allir voru sammála um að óskynsamlegt hefði verið að fara í skattalækkanir. Við vísum einnig til þess að í stefnuskrá Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, ríkisstjórnar 2007, er talað um að menn ætli að halda áfram að stuðla að vexti bankanna, en smátt og smátt fá menn upplýsingar um að það sé ekki skynsamlegt. Menn verða stundum að taka ákvarðanir þrátt fyrir að þær séu ekki vinsælar meðal almennings þegar þeir hafa upplýsingar um að bregðast þurfi við þeim. Það er inngangurinn, en ég ætla að fá að svara hv. þingmanni í seinna andsvari mínu.