138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[14:27]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið.

Það er rétt að niðurstaða þingmannanefndarinnar kemur eftir að búið er að gagnrýna skattalækkanir á þenslutíma. Nú búum við við samdráttarskeið og höfum neyðst til þess að fara út í skattahækkanir, m.a. til þess að ná niður halla á ríkissjóði á mjög skömmum tíma. Við erum sem sagt núna að fara í aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum, eins og það er kallað, og aðhaldssama stefnu í peningastefnumálum sem er stefna sem ætti fyrst og fremst að beita á þensluskeiði en ekki á samdráttarskeiði. Við ættum að vera með lausbeislaða peningamálastefnu og lausbeislaðri stefnu í ríkisfjármálum ef við mundum draga þann lærdóm sem þingmannanefndin (Forseti hringir.) telur að við þurfum að gera.