138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[14:29]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég legg ekki sama skilning í það sem þingmannanefndin ályktar. Það væri mjög vinsælt að hækka ekki skatta og fresta því að taka á rekstri ríkissjóðs en ég held að það væri röng stefna eins og mál standa í dag vegna þess að vaxtakostnaður ríkissjóðs er að sliga þjóðarbúið. Fimmta hver króna sem við öflum fer í vexti. Við verðum bara að búa við það að við þurfum að skera niður og afla tekna svo lengi sem þjóðin getur staðið undir því.

Mín skoðun er hins vegar sú að við eigum að stíga mjög varlega til jarðar í öllum skattahækkunum að svo komnu máli en horfa frekar á útgjöldin og reyna að herða beltið um eitt gat í viðbót.