138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[15:17]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka góð orð hv. þingmanns í minn garð. Varðandi hvort ég sé tilbúinn að standa að einhverri reglusmíð eða lagasmíð um einkavæðingu eða að setja þá rammalöggjöf sem nauðsynleg er, þá er ég það að sjálfsögðu og vona að allir þingmenn séu það líka.

Ég vil ítreka að það er líka mikilvægt, fyrir utan það að setja rammalöggjöf, að ríkisstjórnir á hverjum tíma marki sér þá stefnu. Við getum auðvitað tekið það upp núna þó að það sé kannski svolítið óþægilegt, en það eru oft erfiðir tímar, það eru oft gerðar neyðarráðstafanir og menn hafa oft ekki undirbúið neina verkferla. Við einkavæðum og seljum ríkisfyrirtæki hægri, vinstri án þess að hafa nokkra stjórn á því. Ég veit ekki til þess að ríkisstjórnin hafi stefnu, hún hefur alla vega ekki stjórn.