138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[15:23]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég byrja á því að þakka þingmannanefndinni fyrir mikið og prýðilegt starf. Það er ánægjulegt að standa hér og sjá annan brag á Alþingi en verið hefur langalengi.

Ég þakka jafnframt hv. þm. Sigurði Inga Jóhannssyni fyrir yfirgripsmikla og málefnalega ræðu svo sem þær hafa verið fleiri hér í dag.

Mig langar að spyrja hann að því, sem er kannski það mikilvægasta: Hvernig sér hann nákvæmlega fyrir sér þá umbótaáætlun sem þarf að fara fram á næstu vikum og mánuðum? Maður óttast að þetta týnist í einhverju orðagjálfri nýrra skýrslna um vanda Alþingis. Hvernig sér hann þá breytingu á störfum Alþingis nákvæmlega fara fram innan þingnefnda og í samskiptum þings og forsætisnefndar?