138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[16:22]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Birgittu Jónsdóttur svörin. Mér finnst leiðinlegt að heyra af veikindum hennar og ég vona að hún nái sér sem fyrst.

En varðandi styrkina, sæi hv. þingmaður til að mynda mun á því að styrkir fyrirtækja til einstaklinga innan stjórnmálaflokka væru algerlega sléttaðir út eða að ekki væri lengur heimild fyrir þeim, og jafnframt að nafnbirting væri á öllum styrkjum yfir 1.000 kr. eða 2.000 kr., mjög lágri upphæð, til þeirra sem styrktu flokkana eða einstaklinga?