138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[18:05]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hafi verið spurning í máli hv. þingmanns hef ég misst af henni. Ég tek hins vegar undir það sem hann sagði, akkúrat vegna þess að ég hef grun um og hef heyrt að þingmenn vilji skoða tillögurnar vel og leggja aðrar hugmyndir í púkkið. Ég vonast því til að reglur verði sveigðar þannig að þingmannanefndin fái þingsályktunartillöguna og breytingartillögur sem henni fylgja hugsanlega aftur inn í nefndina og að við fáum aðra umræðu.