138. löggjafarþing — 160. fundur,  14. sept. 2010.

umfjöllun heilbrigðisnefndar um skýrslu Ríkisendurskoðunar.

[10:45]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að með bréfi, dags. 10. september 2010, hefur forseti óskað eftir því við heilbrigðisnefnd að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar um St. Jósefsspítala – Sólvang. Skýrslan er eftirfylgni á stjórnsýsluúttekt sem unnin var árið 2007. Þetta er í samræmi við reglur um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar sem forsætisnefnd samþykkti 12. febrúar 2008.