138. löggjafarþing — 162. fundur,  17. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:58]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þessi umræða er bæði eðlileg og þörf. Hún fjallar bæði um form og innihald og efni og það er ekki nema sjálfsagt að hún fari fram. Ég hélt, kannski í barnaskap mínum, að verklagsreglur þingmannanefndarinnar væru verklagsreglur sem giltu á meðan þingmannanefndin væri að störfum og svo þegar hún hefði lokið störfum sínum og skilað niðurstöðu sinni, sem ég hélt reyndar að yrði ein niðurstaða, lægju öll gögn á borðinu.

Ég ber þá von í brjósti að á fundi þingmannanefndarinnar í hádeginu og á fundi þingflokksformanna með forseta verði málið skýrt og tekið föstum tökum. Ég hygg og mér heyrist á umræðunni hér að við séum nokkurn veginn öll sammála um hvernig eigi að leysa þetta mál.