138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:57]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held reyndar að í þeim fáorðu skrifum sem til eru um þetta atriði komi fram að hugsanlegt sé að koma að viðbótarákæruatriðum með nýrri þingsályktun frá Alþingi. Hins vegar hafa þeir sem um þetta hafa tjáð sig skriflega verið sammála um það — ég vísa t.d. í Stjórnskipunarrétt Gunnars G. Schrams sem aðrir hafa vísað til síðar, þar á meðal nefnd sú sem vann að skýrslu um eftirlitshlutverk Alþingis 2009 og Andri Árnason skrifaði líka grein um það í tímarit lögfræðinga 2009 — að Alþingi getur ekki afturkallað ákærur sem þegar hafa verið samþykktar jafnvel þó að það mundi samþykkja þingsályktunartillögu sem mundi hugsanlega fela í sér að einhver væri felldur undan ákæru eða eitthvað þess háttar. Það hefði ekki gildi vegna þess að allir eru sammála um það að í orðum laga um landsdóm felist það að (Forseti hringir.) málið er komið úr höndum þingsins þegar ákærutillaga hefur verið samþykkt á þessum vettvangi.