138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:00]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þingmannanefndin var með alla þá sem voru í ríkisstjórn frá 1. janúar 2007 undir. Það eru tvær ríkisstjórnir. Staða þessara ráðherra var misjöfn og þegar við fórum yfir málin þótti okkur ljóst að lagaskilyrði væru uppfyllt — að það ætti við um þrjá ráðherra, sem var mín niðurstaða, aðrir um engan og enn aðrir um fjóra.