138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[12:04]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér heyrðist hv. þingmaður nefna í lok andsvars síns að stjórnvöld hefðu átt að bregðast við opnun Icesave-útibúa í Hollandi. Ekkert er fjallað um það í þessum ákæruskjölum eða greinargerðum með þeim, akkúrat það tilvik, þannig að hv. þingmaður verður að skýra nánar hvað hann á við.

Vegna umræðna um 10. gr. og þeirra orða hv. þingmanns að ég hafi ekki farið rétt með þá er það nú svo að í Tímariti lögfræðinga 2005 segir Róbert Spanó lögfræðingur að hann geti ekki fullyrt að b-liðurinn sé nógu skýr, hann geti ekki fullyrt það. Það getur vel verið að einhver frekari gögn liggi fyrir þingmannanefndinni um þetta efni sem væri þá hægt að gera okkur ljós hver eru ef einhver annar skilningur kemur þar fram en sá sem hér er. En þessi skilningur liggur fyrir í þessari grein frá Róbert Spanó. Ég fór alveg hárrétt með í ræðu minni.