138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:13]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil fyrir það fyrsta fagna því að hv. þingmaður vill ekki kalla saman landsdóm til þess að róa almenning, eins og hæstv. forsætisráðherra lýsti hér yfir, (Gripið fram í.) en hv. þingmaður taldi að það væri skylda sín að gera það, kalla saman landsdóm og ákæra þá sem við ræðum hér um, m.a. með hliðsjón af ráðleggingum þeirra sérfræðinga sem þingmannanefndin vísaði til.

Nú hafa ýmis gögn frá þessum sérfræðingum verið leidd fram og við höfum fengið að kynna okkur þau. Þar kemur m.a. fram að sérfræðingur sem nefndin leitaði til taldi að réttarfar landsdómslaganna uppfyllti ekki lágmarkskröfur gildandi laga og mannréttindasáttmála um réttaröryggi sakborninga á rannsóknarstigi. Þar kemur líka fram það álit (Forseti hringir.) frá öðrum sérfræðingi sem nefndin leitaði til að viðkomandi hefði mjög miklar efasemdir um réttmæti þess (Forseti hringir.) að ákæra ráðherrana fyrrverandi með þeim hætti sem hér er gert. (Forseti hringir.)

Þess vegna spyr ég: (Forseti hringir.) Var ekkert hlustað á sjónarmið (Forseti hringir.) þessara sérfræðinga í vinnu nefndarinnar?