138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:55]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég velti fyrir mér hvort hv. þingmaður telji að við sem vorum í þessari þingmannanefnd hefðum ekki átt að leita til sérfræðinga til að vega og meta hvort lagaskilyrði væru uppfyllt eða hvort saknæmi væri fyrir hendi og réttarfarsskilyrði. Telur hv. þingmaður að við hefðum hátt að láta það ógert að leita til sérfræðinga á því sviði? (Gripið fram í.)

Ég bendi hv. þingmanni á að eftir minni vitneskju stendur öllum þingflokkum það til boða að kalla til sín þá sérfræðinga sem hafa verið með álit, gefið nefndinni skýrslur og úttektir á ýmsum lögum sem snerta ráðherraábyrgð. Ég beini því til hv. þingmanns að það er hægt að kalla þessa sérfræðinga fyrir þingflokka og þar geta menn kallað (Forseti hringir.) eftir upplýsingum um þetta mál.