138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[15:31]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir gott svar sem ég er að vísu ekki mjög ánægð með. Fram hefur komið hjá hv. þingmanni, m.a. í fjölmiðlum, að hún hafi ekki sannfæringu fyrir því að tilefni sé til ákæru. Það dugar mér ekki sem rök. Ég hefði viljað sjá hana rökstyðja þá sannfæringu sína, sérstaklega þar sem hún sat í þingmannanefndinni og fékk öll rökin fyrir því að ástæða væri til að ákæra eða í sumum tilfellum þegar einhverjir lögfræðingar töldu ekki vera ástæðu til ákæru.

Síðan langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hún sé ekki sammála mér um það sem kemur fram á bls. 21 í meirihlutaáliti þingmannanefndarinnar í þingsályktunartillögunni, að ráðherrarnir hefðu átt að óska eftir því við Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið (Forseti hringir.) að þeir settu niður tímasett áform um hvernig (Forseti hringir.) Landsbankinn færði Icesave-reikningana yfir í dótturfélag.