138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[15:33]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þingmanni Unni Brá Konráðsdóttur fyrir málefnalegt innlegg í umræðuna svo og störf hennar í þingmannanefndinni sem hafa verið ærin og á köflum ekki öfundsverð.

Við höfum frammi fyrir okkur tvær tillögur um málshöfðun, annars vegar frá þingmönnum Samfylkingarinnar og hins vegar frá þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknarflokknum og Hreyfingarinnar. Það er ekki fyrr en í dag sem við kynnumst sjónarmiðum þeirra sem út af standa, Sjálfstæðisflokksins. Mér leikur forvitni á að vita hvort fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í þingmannanefndinni hafi verið þeirrar skoðunar meginhluta verktímans að ekki bæri að höfða mál á hendur neinum ráðherra. Kom það til greina á einhverjum tímapunkti í þeirra huga? Hverjir þá helst eða hver einn, ef hægt er að spyrja um slíkt, voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni allan tímann eindregið sammála um að ekki ætti að höfða mál á hendur neinum ráðherra?