138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[15:43]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svörin. Við erum hér með býsna stórt mál, sennilega eitt það stærsta og sennilega einhver alvarlegustu afglöp sem íslenskt stjórnkerfi eða íslenskir ráðherrar eða íslenskir bankamenn o.s.frv. munu væntanlega nokkurn tímann gera. Ef ekki er tilefni núna, telur hv. þingmaður líklegt að einhvern tímann séu efni til að beita lögum um ráðherraábyrgð og sækja ráðherra til saka?