138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[17:11]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel ekki að málið sé í uppnámi þótt ég hafi lýst skoðun minni. Ég hvet eingöngu til, eins og fram kom í máli mínu, að nefndin sem fær málið til umfjöllunar, hvort sem það er þingmannanefndin eða allsherjarnefnd eða þingmannanefndin vísi málinu til allsherjarnefndar, þá verði málið skoðað út frá athugasemdunum og gagnrýninni sem komið hefur fram. Við eigum hálfan mánuð til mánaðamóta og ég tel að við getum vel nýtt þann tíma til að bæta ágallana á málsmeðferðinni sem ég hef rakið í máli mínu.