138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[15:40]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er góðra gjalda vert. Ég ætla ekki að hafa forsögn um það hversu langt þingið vill ganga í þessum málum. Ég tel eðlilegt að málið fari til nefndar þar sem fjallað verður um það, síðan fáum við niðurstöðu hennar hvernig rétt sé að taka á málinu. Hvort rétt sé að bæta við ályktanir eða búa til annað ferli. Ég er opinn fyrir öllum hugmyndum í því efni. Aðalatriðið er að það skiptir máli að við horfumst í augu við þær staðreyndir sem leiddu til hrunsins, að við horfum ekki fram hjá þeim, skjótum okkur ekki undan ábyrgð á því hvað gerðist og séum tilbúin að draga nauðsynlegan lærdóm af því með fullnægjandi og skýrum hætti.