138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:18]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef aðeins fengið svar við fyrstu spurningunni. Hv. þingmaður getur kinkað kolli úr sætinu — ég skil hv. þingmann rétt.

Vinstri grænir sáu hrunið fyrir, það er ekki hægt að túlka orð hv. þingmanns öðruvísi. Hv. þingmaður mótmælir því ekki.

Ég spyr um ábyrgð forustumanna Vinstri grænna. Mér þykir þeir hafa verið hógværir í gagnrýni sinni. Þeir stýrðu stærsta lífeyrissjóði landsmanna, Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Ég veit ekki til þess að það hafi verið gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir tap lífeyrissjóðsins. Hann tapaði að vísu stærstu fjármunum allra lífeyrissjóða þannig að það væri ágætt að fá sjónarmið hans um það.

Síðan væri gott að fá svör við spurningunum sem ég spurði varðandi ummæli kollega hans. Hann getur gert þetta með jái og neii ef hv. þingmaður hefur áhuga á því.