138. löggjafarþing — 165. fundur,  22. sept. 2010.

kosning 5. varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 68. gr.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dagsett 21. september, frá Árna Þór Sigurðssyni, 5. þm. Reykv. n. og 5. varaforseta Alþingis:

„Hér með segi ég af mér sem 5. varaforseti Alþingis og óska eftir því að nýr varaforseti verði kosinn í minn stað við fyrstu hentugleika.“

Samkvæmt bréfi þessu leggur forseti til að fram fari kosning 5. varaforseta.

Mér hefur borist ein tilnefning, um 10. þm. Reykv. n., Álfheiði Ingadóttur. Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir en kjósa skal lýsi ég Álfheiði Ingadóttur rétt kjörna sem 5. varaforseta Alþingis.

Ég óska henni til hamingju með kosninguna og allra heilla í starfi.