138. löggjafarþing — 165. fundur,  22. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:35]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þingmenn Framsóknarflokksins munu styðja það að þetta mál fari til þingmannanefndarinnar þar sem það hefur verið til umfjöllunar. Við teljum mjög mikilvægt að þetta mál verði klárað á Alþingi. Við teljum það mjög mikilvægt fyrir þingið og ekki síst fyrir þá einstaklinga sem hér um ræðir.

Sú afstaða þingflokksins að vísa málinu til þingmannanefndar endurspeglar ekki í raun þá niðurstöðu sem kann að verða við lokaatkvæðagreiðslu um tillögurnar því að þar mun hver og einn þingmaður taka ákvörðun út frá sinni sannfæringu.