138. löggjafarþing — 165. fundur,  22. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

707. mál
[10:54]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Vegna þeirra orða sem féllu frá hv. þm. Merði Árnasyni um það hvernig ætti að afmarka málsmeðferð þessa máls sem við höfum verið að ræða, þá held ég að það væri ágætt fyrir bæði þingmannanefndina og fyrir hv. allsherjarnefnd, sem ég hygg að hljóti að fá málið til umfjöllunar og umsagnar, að nefndirnar tvær fari eftir þeirri leiðsögn sem hæstv. forsætisráðherra veitti hér í umdeildri ræðu í umræðunni um þessi mál. Þar lagði hæstv. forsætisráðherra til málsmeðferð sem ég tel að krefjist ítarlegrar umfjöllunar og rannsóknar á málinu milli nefnda. Ég held að það fari vel á því að sú ræða verði lesin af nefndarmönnum og eftir því farið sem þar kemur fram.

Ég tek líka undir orð hv. þm. (Forseti hringir.) Bjarna Benediktssonar um að við verðum að ræða önnur mál meðan við höfum tíma. Þingið má ekki vera það sjálfhverft að það sé einungis að fjalla um sjálft sig og eigin störf, heldur (Forseti hringir.) verður það líka að fjalla um störf og þætti sem varða fólkið í landinu.