138. löggjafarþing — 165. fundur,  22. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

707. mál
[10:57]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Niðurstaðan í málinu er komin og ég held að þó að ég sé ósáttur við hana verðum við auðvitað að vinna út frá henni. Með því sem hér hefur gerst hefur þingmannanefndinni verið falið forræði á málinu milli umræðna en það leggur líka þær skyldur á herðar þingmannanefndar að taka málefnalega á þeim atriðum sem komið hafa fram í umræðum, gagnrýni á tillögurnar og athugasemdir sem borist hafa. Það leggur mikla skyldu á herðar þingmannanefndarinnar að vanda sig við málsmeðferð milli umræðna en ekki eingöngu að líta svo á að hún geti sett plús-stimpilinn, jákvæða stimpilinn á það sem meiri hluti hennar hefur þegar ákveðið að gera.