138. löggjafarþing — 165. fundur,  22. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

707. mál
[11:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég treysti því að hv. þingmannanefnd vinni hratt og vel að þessu máli þannig að ég ætla ekki að leggja til neina töf. Hins vegar verður greinilega einhver tími þarna á milli sem þingið hefur og það eru mörg mál sem brenna á heimilum landsins. Til dæmis féll nýlega úrskurður um lánsveð, nokkuð sem snertir fjölda heimila í landinu, og ég held að það sé mjög brýnt að hæstv. félagsmálaráðherra segi þinginu frá því hvernig hann ætlar að leysa það mál því að það var mjög mikið rætt í hv. félagsmálanefnd á sínum tíma. Ég skora á hæstv. forseta að nýta þetta tóm á milli til að ræða stöðu landsins og heimilanna.