138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:16]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að við lestur greinargerðarinnar komi skýrt fram að verið er að skýra ákvæðin sem eiga að tryggja réttindi þröngt og refsiákvæðin rúmt. Það er verið að teygja refsiákvæðin eins og hægt er til að unnt sé að heimfæra meint brot þar undir.

Varðandi málsmeðferðina vildi ég spyrja hv. þm. Atla Gíslason: Nú liggur fyrir í gögnum sem þingmenn hafa haft aðgang að að ýmsir sérfræðingar sem nefndin leitaði til höfðu miklar áhyggjur akkúrat af þeim þætti sem varðar réttindi sakborninga á rannsóknarstigi á fyrstu stigum málsins. Ég vildi spyrja hv. þingmann, vegna þess að það kemur ekki skýrt fram í gögnunum, hvernig meiri hlutinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að taka tillit til viðvörunarorða sem komu fram í pappírum sem finna má frá fyrstu stigum umræðunnar um að þörf væri á sérstakri rannsókn á meintum brotum ráðherranna áður en farið væri út í ákærur. (Forseti hringir.)