138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[16:02]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Sú skýrsla sem hér kemur til atkvæðagreiðslu og þingsályktunartillagan er langmikilvægasta framlag þingmannanefndarinnar sem hún sendir frá sér. Í henni felst framtíðarsýn. Það var um hana full samstaða og ég óska þingheimi og þingmannanefndinni til hamingju með það. Alþingi hefur í þessu máli sýnt styrk sinn, sýnt hvað Alþingi er fært um að gera. Ég greiði þessari tillögu stoltur atkvæði mitt.

Ég vil líka leggja sérstaka áherslu á það sem ég tel mikilvægt að nefnd um eftirlit með framkvæmd um lagaúrbætur verði lögbundin þegar á komandi þingi.