138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:17]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í kjölfar þess að við vorum sammála, 63:0, um að afgreiða skýrslu þingmannanefndarinnar eigum við nú að greiða atkvæði um ábyrgð ráðherra. Eins og komið hefur fram verður hver að gera upp við sína samvisku og sannfæringu hvernig greiða ber atkvæði í því máli. Eftir að hafa skoðað öll málin gaumgæfilega í þeirri fordæmalausu vinnu sem við vorum sett í í þingmannanefndinni allt frá 15. janúar síðastliðnum, hef ég komist að þeirri þungbæru niðurstöðu að kalla beri saman landsdóm í fyrsta sinn og birta þar fjórum ráðherrum ákæru vegna brota á ráðherraábyrgðarlögunum. Ég mun því greiða atkvæði með ákæruatriðunum hér á eftir.