138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:42]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Þetta er einn af þeim þáttum málsins sem ég hef velkst í vafa um frá því að ég byrjaði að kynna mér það, m.a. vegna þess að málsgögn og yfirlýsingar sem varða fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi viðskiptaráðherra eru misvísandi. Að lokum er það mín niðurstaða að um alla fjóra ábyrgðarmenn ríkisstjórnarinnar 2007–2009 um efnahagsmál hljóti að gilda hið sama. Ég segi því já.