139. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2010.

mótmæli á Austurvelli og umræða um skuldavanda heimilanna.

[14:03]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með þeim tveimur sem hér hafa talað og vil taka undir mikilvægi þess að við bregðumst skjótt við hér á þinginu. Þess vegna vil ég óska eftir því við frú forseta að hún boði svo fljótt sem auðið er þingflokksformenn á fund til sín til að fara yfir dagskrá þingsins næstu daga til að við getum í sameiningu fundið leið til að haga dagskrá þingsins þannig að við sjáum að við erum að skynja það sem er að gerast í kringum okkur og séum tilbúin til að bregðast við.