139. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2010.

mannabreytingar í nefndum.

[14:09]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá þingflokksformanni Samfylkingarinnar um mannabreytingar í nefndum þingsins, samanber 16. gr. þingskapa:

Björgvin G. Sigurðsson tekur sæti í fjárlaganefnd og verður aðalmaður í utanríkismálanefnd en hverfur úr samgöngunefnd.

Guðbjartur Hannesson hverfur úr félags- og tryggingamálanefnd og fjárlaganefnd.

Jónína Rós Guðmundsdóttir tekur sæti í félags- og tryggingamálanefnd og heilbrigðisnefnd og fer úr menntamálanefnd og viðskiptanefnd.

Kristján L. Möller fer í iðnaðarnefnd og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.

Magnús Orri Schram fer í heilbrigðisnefnd og hverfur úr umhverfisnefnd.

Mörður Árnason fer í menntamálanefnd og hverfur úr viðskiptanefnd.

Ólína Þorvarðardóttir fer úr félags- og tryggingamálanefnd.

Róbert Marshall fer í umhverfisnefnd og hverfur úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.

Sigmundur Ernir Rúnarsson fer í samgöngunefnd og hverfur úr heilbrigðisnefnd.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fer í heilbrigðisnefnd og hverfur úr umhverfisnefnd og tekur sæti sem varamaður í utanríkismálanefnd.

Skúli Helgason fer í umhverfisnefnd og viðskiptanefnd en fer úr heilbrigðisnefnd og iðnaðarnefnd og hættir sem varamaður í utanríkismálanefnd.

Valgerður Bjarnadóttir fer í viðskiptanefnd og úr heilbrigðisnefnd.

Þórunn Sveinbjarnardóttir fer í félags- og tryggingamálanefnd og hættir sem aðalmaður í utanríkismálanefnd og verður varamaður þar.

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá þingflokksformanni Samfylkingarinnar um mannabreytingar í alþjóðanefndum þingsins, samanber 16. gr. þingskapa:

Í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins verður Sigmundur Ernir Rúnarsson aðalmaður og Oddný G. Harðardóttir varamaður.

Í Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu verður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir varamaður.

Kristján L. Möller verður varamaður í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins.

Sigmundur Ernir Rúnarsson hverfur úr Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins sem varamaður.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.