139. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[20:01]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir að koma inn á þessa þætti. Ég verð að segja að ég geld varhuga við því að hækkanirnar hafi óveruleg áhrif á verðlagið, þ.e. verðlagsáhrifin verði hverfandi eins og hæstv. ráðherra orðaði það. Ekki síst í ljósi þeirra forsendna sem gefnar hafa verið á öðrum sviðum. Þær hafa því miður ekki alltaf staðist en gott og vel.

Ég vil hins vegar spyrja hæstv. ráðherra að því hvaða áhrif hann telji að þetta muni hafa á kjarasamningaviðræðurnar og hvort ríkisstjórnin hafi í sínum fjárlagatillögum og fjárlagagerð haft samráð við aðila vinnumarkaðarins sem hafa greinilega kallað eftir auknu samráði og samvinnu en ekki hefur alltaf verið hlustað. Hvaða samráð var haft við aðila vinnumarkaðarins og hvaða tillögur komu þeir með inn í fjárlagagerðina?