139. löggjafarþing — 7. fundur,  7. okt. 2010.

viðbrögð ríkisstjórnarinnar við skuldastöðu heimilanna, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[14:30]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar og verður það sem hér segir:

Í fyrri umferð hefur ráðherra 12 mínútur til framsögu og aðrir þingflokkar sjö mínútur hver. Í síðari umferð hefur hver þingflokkur fjórar mínútur til umráða. Forsætisráðherra hefur þrjár mínútur í lok umræðunnar.