139. löggjafarþing — 8. fundur,  12. okt. 2010.

kosning saksóknara Alþingis og varasaksóknara, skv. 13. gr. laga nr. 3 19. febr. 1963, sbr. ályktun Alþingis 28. sept. 2010 um málshöfðun gegn ráðherra.

[14:48]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kem upp í atkvæðaskýringu þar sem nú er verið að kjósa um saksóknara sem á að flytja málið fyrir landsdómi. Eins og síðasti þingmaður kom inn á tel ég að þar sem því þingi hefur verið slitið þar sem þingsályktunartillagan um saksókn var samþykkt og nýtt þing hefur verið sett brjóti það í bága við það ákvæði sem landsdómur er stofnaður á því að saksóknari á að vera skipaður um leið og sú þingsályktunartillaga er samþykkt. Því ætla ég að láta ákærða og landsdóm njóta vafans í þessu máli og sit hjá.

 

[Þingverðir afhentu þingmönnum atkvæðaseðla.]