139. löggjafarþing — 8. fundur,  12. okt. 2010.

kosning saksóknara Alþingis og varasaksóknara, skv. 13. gr. laga nr. 3 19. febr. 1963, sbr. ályktun Alþingis 28. sept. 2010 um málshöfðun gegn ráðherra.

[14:56]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Sigríður Friðjónsdóttir hefur hlotið 36 atkvæði, auðir seðlar eru 16. Sigríður Friðjónsdóttir er því kjörin saksóknari Alþingis.

Þá hefst kosning varasaksóknara Alþingis. Ég bið þingverði að hafa sama háttinn á og útbýta seðlum til þingmanna.

 

[Þingverðir afhentu þingmönnum atkvæðaseðla.]