139. löggjafarþing — 8. fundur,  12. okt. 2010.

stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013.

42. mál
[16:05]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Í þessari skýrslu, sem ég nefndi hér áðan, kemur fram að á landsbyggðinni hafa konur sem starfa í opinbera geiranum 69% af heildartímalaunum karla sem starfa í opinbera geiranum. Þessi mikli launamunur kynjanna, um 38% á landsbyggðinni, árið 2008 og fyrr, er rakinn til opinbera geirans, sem sagt ríkisrekstrar og sveitarfélaganna. Nú vil ég spyrja ráðherrann hvort hún sé ekki sammála mér um það að tími aðgerða er runninn upp og það þurfi ekki endilega að rannsaka þetta mikið frekar heldur ráðast í að framkvæma eitthvað raunhæft.