139. löggjafarþing — 8. fundur,  12. okt. 2010.

stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013.

42. mál
[16:06]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Jú, þar er ég hjartanlega sammála hv. þingmanni. Ég held að það skipti máli að við alla ákvörðunartöku séum við með þetta í huga og að við grípum til aðgerða á þessu sviði. Ríkið þarf svo sannarlega að taka sig á. Það er til skammar að á vegum ríkisins séu enn stofnanir þar sem er raunverulega mælanlegur hróplegur launamunur á milli kynjanna. Það er eitthvað sem við eigum ekki að líða og ég tek heils hugar undir með hv. þingmanni í því.

Við þurfum engu að síður rannsóknir samhliða vegna þess að við þurfum að gera símat á árangri og að því leyti eru rannsóknirnar mikilvægar. En ég get tekið undir með hv. þingmanni að við getum gripið til fleiri aðgerða á þessu sviði og mundi ég styðja hverja þá aðgerð sem í væri ráðist til að vinna bug á launamun kynjanna.