139. löggjafarþing — 9. fundur,  13. okt. 2010.

greiðsluaðlögun einstaklinga.

55. mál
[16:13]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þegar hv. þm. Pétur H. Blöndal, skemmtilegur sem hann er, setur á tölur og byrjar að fullyrða um hitt og þetta og ræðir hagfræðikenningar sínar og skilning á þjóðfélaginu verð ég bara að viðurkenna að mig brestur bæði skilning og löngun til að skilja þessar skoðanir sem mér finnast svo fáránlegar og afkáranlegar sem mest má verða. Ég óska þeim sem hafa siglt eftir hagfræðikenningum Péturs H. Blöndals í sparisjóðum og annars staðar til hamingju með það.