139. löggjafarþing — 10. fundur,  14. okt. 2010.

viðbrögð við dómi um gengistryggð lán.

[10:55]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er nú lágmark að hafa staðreyndir á hreinu. Það sem félags- og tryggingamálanefnd vinnur að núna er frumvarp um að fólk komist í skjól um leið og það sækir um greiðsluaðlögun. Það var í því frumvarpi sem ég lagði fyrir þingið í vetur en það var tekið út í meðförum nefndarinnar, (GÞÞ: Af hverju er …?) þannig að því sé til haga haldið, hv. þingmaður. (GÞÞ: Af hverju …?)

Það verður auðvitað að (Forseti hringir.) vinna þessi mál almennilega. Það er grundvallaratriði (Gripið fram í.) að við sameinumst um að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem upp koma. Það er ómaklegt og billegt af hv. þingmanni að koma hér upp með eitthvert skens og bullugang. Við þurfum einfaldlega að taka á málinu, við þurfum (Gripið fram í.) að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem koma í veg fyrir að þessi kerfi virki. (Gripið fram í.) Þær hindranir eru margháttaðar og lúta á margan hátt að röngum hugsunarhætti og rangri forgangsröðun í fjármálakerfi og dómskerfi. Það er auðvitað eitthvað sem við þurfum að taka á.

Varðandi fyrirspurnina um gengislánadóminn (Forseti hringir.) verður enginn réttur tekinn af fyrirtækjum en við munum tryggja öllum heimilum sama rétt, það liggur alveg ljóst fyrir.