139. löggjafarþing — 14. fundur,  18. okt. 2010.

Varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Borist hafa bréf frá Lilju Mósesdóttur, Magnúsi Orra Schram og Sigurði Inga Jóhannssyni um að þau séu á leið á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og geti ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur. Í dag taka sæti á Alþingi varamenn þeirra, Kolbrún Halldórsdóttir, Lúðvík Geirsson og Birgir Þórarinsson.

Kjörbréf Kolbrúnar Halldórsdóttur, Lúðvíks Geirssonar og Birgis Þórarinssonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt. Kolbrún Halldórsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný. Lúðvík Geirsson og Birgir Þórarinsson hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni, skv. 2. mgr. 53. gr. þingskapa.

 

[Lúðvík Geirsson og Birgir Þórarinsson undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]